Prófunargjald á hörðum diskum og öðrum geymslumiðlum er 7.800 kr m/VSK.
A) Auðveld björgun – lesanlegi partur disksins (partition) sést í diskstýringu frá annari tölvu, en gæti þurft raftæknikælingu og jafnvel klónun ef diskurinn er óstöðugur.
Hægt er að lesa diskinn úr annari tölvu í gegnum góða diskstýringu og mögulega aðrar aðgerðir nauðsynlegar s.s. raftæknikæling (Thermoelectric cooling) jafnvel klónun disks yfir á annan stöðugri disk.
Frá 14.100 m/VSK upp í 26.400 m/VSK
B) Harði diskurinn sést í góðum diskstýringum en lesanlegi partur disksins horfinn og þarf að endurbyggja gögnin með þar til gerðum forritum
Hægt er að sjá diskinn í BIOS/UEFI í annari tölvu í gegnum góða diskstýringu en þörf á að endurbyggja gagnapart disksins og mögulega aðrar aðgerðir nauðsynlegar s.s. raftæknikæling og jafnvel klónun disks yfir á annan stöðugri disk.
Fra 42.600 m/VSK upp í 70.300 kr m/VSK
Hér fyrir neðan er um að ræða mun erfiðari björgun gagna sem gerðar eru með dýrum sérhæfðum björgunartækjum sem gefa forritunaraðgang að stýrihugbúnaði á stýriplötu disksins. Ef um vélræna bilun er um að ræða getur þurft að taka diskinn í sundur og skipta um íhluti svo sem les-hausa. Slíkt þarf að gera í algjörlega hreinu yfirþrýstu rými til að ekki komi rykkorn inn í diskinn sem getur skemmt hann meira.
C) Laga þarf stýrihugbúnað á stýrispjaldi disksins eða skipta um stýrispjaldið og jafnvel les-hausa.
Þegar skipt er um stýrispjald á hörðum diski þarf að færa upplýsingar um skipulag gagna og skemmd svæði úr EPROM örflögu (“kubbi”) yfir á aðra EPROM örflögu á nýja stýrispjaldinu. Stundum er hægt að lesa upplýsingarnar og hugbúnaðinn með örflögulesara og skrifa það yfir á flöguna á nýju stýrispjaldinu, en ef það er ekki hægt þarf að taka flöguna af og lóða hana á nýja stýrispjaldið. Þá getur einnig verið nauðsynlegt að nota raftæknikælingu, klóna diskinn og forritunarvinna við að laga stýrihugbúnað á stýriplötu er mismunandi umfangsmikil. Ef diskurinn er meira skemmdur er þörf á að opna hann í hreinu yfirþrýstu rými til að skipta um les-hausa sem hafa skemmt eða slitnað um of.
Frá 62.000 kr m/VSK og upp í 164.000 kr m/VSK
(+ efniskostnaður við kaup á diski sem hægt er að nota sem varahluti (donor diskur) – yfirleitt frá 20.000 til 40.000 kr)
D) Þegar diskurinn er óvenju mikið skemmdur getur þurft að taka hann alveg í sundur og þrífa gagnaplattana með sérhæfðum aðferðum og setja aftur rétt saman. Þetta er erfiðasta tegund gagnabjörgunar og er yfirleitt ekki í boði hjá þeim sem fást við að bjarga gögnum.
Einstaka sinnum er diskurinn þannig skemmdur að þörf er á að opna hann og taka hann allan í sundur í hreinu yfirþrýstu rými til að þrífa sjálfa gagnaplattana. Eitt það erfiðasta í svona gagnabjörgun er að ná að raða þeim rétt saman eftir svo gögnin séu lesanleg. þá getur einnig verið nauðsynlegt að nota raftæknikælingu, skipta um stýriplötu, klóna diskinn og forritunarvinna við að laga stýrihugbúnað á stýripjötu er mismunandi umfangsmikil.
Frá 164.800 kr m/VSK og upp í 234.000 kr m/VSK
(+ efniskostnaður við kaup á diski sem hægt er að nota sem varahluti (donor diskur) – yfirleitt frá 20.000 til 40.000 kr)
Sérstakt aukagjald fyrir stærri diska en 2TB:
upp í 4TB 14.600
upp í 6TB 26.600
upp í 8TB 33.300
upp í 10TB 46.000
yfir 10TB fer eftir almennum verðum fyrir slíka diska.
Ef þarf að gera við mótora, legur, segulmagnsbreyti, diskaplötuskipti (platter swap) og annað þarf að semja um sérverð fyrir það.