Tæknihliðin býður faglega og vandaða gagnabjörgun

Við getum endurheimt gögn af biluðum hörðum diskum og flestum geymslumiðlum s.s. óvirkum USB lyklum og SD kortum.

Frá stofnun árið 2004 hefur Tæknihliðin fengist við gagnabjarganir sem á þeim tíma voru yfirleitt einfaldari. Með árunum þá höfum við smám saman tekist á við erfiðari gagnabjarganir en síðustu árin höfum við bætt aðstöðuna, fest kaup á dýrum tækjabúnaði og hugbúnaði til þess að ná lengra á þessu sviði.

Getum bjargað gögnum af flestum hörðum diskum: SATA/PATA(IDE)/USB HDD, SATA/PCIe (M.2 NVMe/AHCI, Apple SSD, PCIe x16), SSD, mSATA, óvirkum USB lyklum og SD/mSD kortum.

Prófunargjald á hörðum diskum og öðrum geymslumiðlum er 7.800 kr m/VSK.

A) Auðveld björgun – lesanlegi partur disksins sést í diskstýringu frá annari tölvu, en gæti þurft raftæknikælingu og jafnvel klónun ef diskurinn er óstöðugur.
Frá 14.100 m/VSK upp í 26.400 m/VSK

B) Harði diskurinn sést í góðum diskstyringum en lesanlegi partur disksins horfinn og þarf að endurbyggja gögnin með þar til gerðum forritum.
Frá 42.600 m/VSK upp í 70.300 kr m/VSK

Hér fyrir neðan er um að ræða mun erfiðari björgun gagna sem gerðar eru með dýrum sérhæfðum björgunartækjum sem gefa forritunaraðgang að stýrihugbúnaði á stýriplötu disksins. Ef um vélræna bilun er um að ræða getur þurft að taka diskinn í sundur og skipta um íhluti svo sem les-hausa. Slíkt þarf að gera í algjörlega hreinu yfirþrýstu rými til að ekki komi rykkorn inn í diskinn sem getur skemmt hann meira.

C) Laga þarf stýrihugbúnað á stýrispjaldi disksins eða skipta um stýrispjaldið og jafnvel les-hausa.
Frá 62.000 kr m/VSK og upp í 164.000 kr m/VSK

(+ efniskostnaður við kaup á disk sem hægt er að nota sem varahluti (donor diskur) – yfirleitt frá 20.000 til 40.000 kr)

D) Þegar diskurinn er óvenju mikið skemmdur getur þurft að taka hann alveg í sundur og þrífa gagnaplattana með sérhæfðum aðferðum og setja aftur rétt saman. Þetta er erfiðasta tegund gagnabjörgunar og er yfirleitt ekki í boði hjá þeim sem fást við að bjarga gögnum.
Frá 164.800 kr m/VSK og upp í 234.000 kr m/VSK

(+ efniskostnaður við kaup á disk sem hægt er að nota sem varahluti (donor diskur) – yfirleitt frá 20.000 til 40.000 kr)

Sérstakt aukagjald fyrir stærri diska en 2TB

Verðskrá með nánari tæknilegum útskýringum