Vinalega verkstæðið Tæknihornið er flutt í hornhús að Grettisgötu 46 sem liggur við Vitastíg. Þar bjóðum við upp á viðgerðir á PC og Apple tölvum. Er smit koma upp þá leggja tæknimenn okkar sig fram um að hreinsa smit og aðrar óværur úr tölvum án þess að setja aftur upp stýrikerfi og forrit. Við getum gert við skjái án þess að þurfi að skipta um allt skjástykkið og hreinsum móðurborð í fartölvum sem hafa orðið fyrir vökvaskemmdum með hátíðnihreinsun. Við höfum yfir að ráða mjög sérhæfðum verkfærum og og aðstöðu sem gerir okkur kleift að gera við vélar sem önnur fyrirtæki hafa dæmt ónýtar. Við fáumst einnig við gagnabjarganir af hörðum diskum og öðrum geymslumiðlum fyrir Windows, Mac og Linux. Við höfum verið að fjárfesta í mjög fullkomnum gagnabjörgunartækjum frá AceLabs sem gera okkur betur kleift að bjarga gögnum ef það er á annað borð mögulegt (sjá mynd með hlekk neðst á síðunni).
Þá er einnig hægt að leita eftir aðstoð okkar vegna ýmissa annara tæknilegra vandamála sem geta komið upp.
Verðskrá
Þjónusta Almennt verð með VSK
Skoðunargjald 3.900 kr
Skoðurnargjald diska 7.800 kr
Vinna á verkstæði 9.400 kr
Vinna í fjarþjónustu 12.800 kr
Vinna í útkalli 16.200 kr
Sérfræðivinna 19.600 kr (vinna við uppsetningu á netþjónum (server) og önnur flókin verk)
Flýtiþjónusta samdægurs 6.000 kr
Flýtiþjónusta næsta dag 3.000 kr
Opið virka daga frá kl. 13 – 18
Tæknihornið – Grettisgötu 46 – 101 Reykjavík – sími 534-1520 – fax 872 1520 taeknihornid@taeknihlidin.is