Tæknihliðin sérhæfir sig í rekstri og þjónustu tölvukerfa fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Við rekum einnig almennt tölvuverkstæði sem við köllum Tæknihornið. Þá höfum við á undanförnum árum þróað mjög sérhæfðar gagnabjörgunaraðferðir (frekari upplýsingar um Tæknihornið og gagnabjörgun má sjá á undirsíðum hér upp í hægra horninu).
Þjónusta við tölvukerfi.
Örugg og traust tölvukerfi eru nauðsyn flestum fyrirtækjum. Það er hins vegar ekki alltaf hagkvæmt að reka heila tölvudeild eða hafa starfsmann í fullu starfi við rekstur tölvukerfis. Tæknihliðin tryggir þessum fyrirtækjum traustan og faglegan rekstur á tölvukerfum þeirra á hagstæðu verði. Fyrirtækin hafa þá beinan aðgang að tæknimanni sem þekkir tölvukerfin þeirra og þarf ekki að setja hann inn í hvernig reksturinn gengur fyrir sig og hvað er mikilvægast að virki til að rekstur þeirra gangi sem best.
Tæknihliðin hóf starfsemi sína árið 2004. Í dag þjónustum við fyrirtæki í flestum greinum þjóðfélagsins svo sem arkitektastofur, útgáfufyrirtæki, hótel, matvælafyrirtæki, sjálfseignarstofnanir, innflutningsfyrirtæki, fyrirtæki í sjávarútvegi og útflutningsfyrirtæki, svo fátt eitt sé nefnt.
Fyrirtæki í þjónustusamningi við Tæknihliðina njóta forgangs og afsláttar af vinnu á verkstæði.
Tæknihliðin ehf – Grettisgötu 46 – 101 Reykjavík – sími 534-1520 – fax 872 1520 taeknihlidin@taeknihlidin.is