Tæknihliðin sérhæfir sig í rekstri og þjónustu tölvukerfa fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.

Örugg og traust tölvukerfi eru nauðsyn flestum fyrirtækjum. Það er hins vegar ekki alltaf hagkvæmt að reka heila tölvudeild eða hafa starfsmann í fullu starfi við rekstur tölvukerfis.

Tæknihliðin tryggir þessum fyrirtækjum traustan og faglegan rekstur á tölvukerfum þeirra á afar hagstæðu verði.
Tæknihliðin hóf starfsemi sína árið 2004. Í dag þjónustum við fyrirtæki í flestum greinum þjóðfélagsins svo sem arkitektastofur, matvælafyrirtæki, stofnanir, innflutningsfyrirtæki, fyrirtæki í sjávarútvegi og útflutningsfyrirtæki, svo fátt eitt sé nefnt.

Netþjónar – Vefpóstur – Aðgangsstýringar – Heimatengingar – Afritun

Er kominn tími á að endurnýja eða betrumbæta tölvukerfi fyrirtækisins?

Með rekstarþjónustu geta fyrirtæki keypt þá þjónustu sem þau óska gegn föstu mánaðarlegu gjaldi, án þess að þurfa að fjárfesta í dýrum tækjabúnaði sem sífellt þarfnast endurnýjunar og viðhalds. Þessi leið bíður uppá aukinn sveigjanleika og algjört stigfrelsi – þ.e. þú getur sniðið þjónustuna nákvæmlega að þínum þörfum, eftir fjölda notenda, gagnamagni o.s.frv. Með þessum hætti er hægt að ná fram töluverðum sparnaði um leið og tölvukerfið þitt er í öruggum höndum hjá okkur.

Pantaðu kynningu og við gerum þér tilboð!

Tæknihornið, tölvuverkstæði Tæknihliðarinar er staðsett í notalegu rými við Grettisgötu 46

Auk þess að vera í fremstu röð í almennum tölvuviðgerðum þá er í boði margskonar sértæk þjónusta, svo sem;

Flóknar gagnabjarganir
Árangursríkar aðferðir við vírus- og óværuhreinsun
Yfirfærsla frá eldri geymslumiðlum yfir á nýrri geymslumiðla
Öll þjónusta við Apple tölvur, nýjar sem gamlar.
Fyrirtæki í þjónustusamningi við Tæknihliðina njóta forgangs og afsláttar af vinnu á verkstæði.